Fréttir

Góð aflabrögð eftir fæðingarorlofið

Það er óhætt að segja að ævintýralegur afli hafi verið hjá bátum sem réru frá Snæfellsnesi í gær þegar fæðingarorlofi þorsksins lauk. Það var sama hvaða veiðarfæri voru notuð. Dragnótarbátar voru með allt að 30 tonn og einn báturinn kastaði einu sinni og fékk 25 tonn í því eina hali. Handfærabátar voru einnig með góðan afla.

Góð aflabrögð eftir fæðingarorlofið - Skessuhorn