Fréttir

Skeifudagurinn er á morgun

Skeifudagurinn fer fram við hátíðlega athöfn á Sumardaginn fyrsta, 24. apríl í hestamiðstöð LbhÍ að Mið-Fossum í Andakíl. Dagskráin hefst klukkan 13 á opnunaratriði og ávarpi áður en að úrslit verða riðin í Gunnarsbikar. Að lokinni verðlaunaafhendingu verður boðið upp á sýningaratriði áður en kynning er á nemendum í Reiðmennsku III og tamningatrippum þeirra sem keppa um Morgunblaðsskeifuna. Dagurinn dregur nafn sitt af þeim verðlaunum sem Morgunblaðið hefur veitt síðan 1957. Þá verður annað sýningaratriði áður en nemendur ljúka dagskránni í reiðhöllinni að Mið-Fossum með skrautreið.

Skeifudagurinn er á morgun - Skessuhorn