Fréttir
Feðginin Jón Pétur Pétursson og Jódís Kristín Jónsdóttir horfðu hugfangin á sápukúluvélina sem dældi út sápukúlum í upphafi plokkdagsins. Ljósmyndir: tfk

Plokkað í Grundarfirði

Í gær var stóri plokkdagurinn víðs vegar um landið, meðal annars í Grundarfirði. Þá kom fólk saman í Þríhyrningnum klukkan ellefu um morguninn þar sem fólk fékk ruslapoka og hanska og var svo skipt í hópa. Hver hópur fór svo um eitt af fimm hverfum bæjarins og hreinsaði til. Plokkað var í tvær klukkustundir en eftir plokkið bauð Kvenfélagið Gleym mér ei upp á léttar veitingar að loknu góðu dagsverki. Markmiðið var að gera bæinn snyrtilegri og hreinsa upp rusl eftir veturinn.

Plokkað í Grundarfirði - Skessuhorn