
Komið inn til löndunar. Svipmynd frá Arnarstapa við upphaf strandveiðitímabilsins síðasta sumar. Ljósm. hig
Segja ráðherra skorta innistæðu fyrir auknum strandveiðum
Frestur til að sækja um leyfi til strandveiða rann út 23. apríl síðastliðinn. Hefur Fiskistofa hefur gefið út leyfi fyrir 684 báta. Það er svipaður fjöldi og sótt hefur um veiðar á síðustu árum. Miðað við að stefnt er að leyfa strandveiðar í allt að 48 daga frá maíbyrjun og út ágúst verður að teljast sennilegt að afli verði mun meiri en síðustu strandveiðiár, jafnvel tvöfalt eða þrefalt meiri, ef vel viðrar til sjósóknar smábáta.