Fréttir
Undirstöður fyrir nýtt einingahús sem staðsett er utan við núverandi grunnskóla.

Húsaflutningar úr Reykjavík til Stykkishólms

Flutningur húseininga sem Stykkishólmur festi kaup af Reykjavíkurborg hófst mánudagskvöldið 14. apríl. Um er að ræða 480 fermetra einingahús, en þar af eru 178 fermetra einingar úr timbri sem nýttar verða sem tvær kennslustofur, sérkennslurými og opið rými til kennslu. Hluti eininganna verða settur við gaflinn á íþróttamiðstöðinni þar sem gengið verður beint inn í rými undir Regnbogaland, sem er deild þar sem boðið er upp a lengda viðveru fyrir börn frá 1. -3. bekk Grunnskóla Stykkishólms.

Húsaflutningar úr Reykjavík til Stykkishólms - Skessuhorn