Fréttir
Steindi á Ferguson dregur hér International með Jóni Ingimundi undir stýri inn um hlöðugættina. Ljósm. rhj

Tæki flutt úr kjallara upp í hlöðu Halldórsfjóss

Til stendur að nýta kjallara Halldórsfjóss á Hvanneyri undir sýningu um laxveiðar í Borgarfirði en sú sýning hefur af stjórnendum Landbúnaðarsafns Íslands verið í undirbúningi undanfarin misseri. Hluti af því verkefni raungerðist í gær á sumardaginn fyrsta þegar hluti safnkostsins var fluttur úr kjallara fjóssins upp og í helming fjóshlöðunnar. Eins og gefur að skilja var það vandasamt verk og ekki auðleyst, enda ekki öll tækin í kjallaranum í gangfæru ástandi eftir vistina þar. Allt gekk þó eins og í sögu. Til aðstoðar við verkið voru félagar í Fergunsonfélaginu og aðrir velvildarmenn safnsins sem vildu leggja gjörva hönd á plóg.

Tæki flutt úr kjallara upp í hlöðu Halldórsfjóss - Skessuhorn