Fréttir
Frá undirritun samkomulagsins þar sem þau Hólmfríður Sveinsdóttir rektor Háskólans á Hólum, Logi Einarsson ráðherra menningar, nýsköpunar og háskóla og Jón Atli Benediktsson rektor HÍ, handsala samninginn. Ljósm. Gunnar Sverrisson

Háskólinn á Hólum færður undir Háskóla Íslands

Rektorar Háskóla Íslands, Háskólans á Hólum og háskólaráðherra undirrituðu í síðustu viku samkomulag um stofnun háskólasamstæðu með þátttöku þessara tveggja háskóla. Samstæðan tekur formlega til starfa þann 1. janúar á næsta ári en henni er ætlað að bæta samkeppnishæfni háskólanna tveggja ásamt því að auka gæði náms, rannsókna, stoðþjónustu og auka tengsl við atvinnulíf og samfélög um land allt. Háskólasamstæðan mun starfa undir nafni Háskóla Íslands. Stjórnskipulag samstæðunnar tekur mið af skipulagi HÍ. Yfir henni verður einn háskólarektor og eitt háskólaráð en samstarfsráð verður skipað til að fara með mikilvægar ákvarðanir sem lúta að samstarfi aðildarháskóla. Núverandi rektorsembætti Háskólans á Hólum breytist í forseta Háskóla Íslands á Hólum.

Háskólinn á Hólum færður undir Háskóla Íslands - Skessuhorn