
Ísak Birkir í landsliðshópnum í keilu
Evrópumót karla 2025 fer fram nú í júní og hefur karlalandslið Íslands verið valið. Í ár fer EM karla fram í Álaborg í Danmörku í keilusalnum Løvvang Bowling Center. Mótið fer fram 6-15. júní og verður keppt í einstaklings-, tvímennings-, þrímennings- og 5 manna liðakeppni. Svo fara 12 bestu þjóðirnar á mótinu á Heimsmeistaramót í Hong Kong síðar á árinu. 31 land hefur staðfest þátttöku á mótinu og að sjálfsögðu er Ísland með.