Íþróttir
Gísli Laxdal Unnarsson í baráttu við Júlíus Mar Júlíusson í leiknum. Ljósm. mbl.is/Ólafur Árdal

Þriðja tap Skagamanna í röð í Bestu deildinni

Gömlu stórveldin, KR og ÍA, áttust við í fjórðu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn á Avis vellinum í Laugardalnum. Veðrið og vallaraðstæður voru með besta móti, engin sól var en nánast logn og ágætis lofthiti. Fyrir viðureignina voru bæði lið með þrjú stig, KR-ingar eftir þrjú jafntefli í fyrstu þremur leikjunum og Skagamenn eftir sigur í fyrsta leik gegn Fram. Þrjár breytingar voru á liði ÍA frá leiknum við Vestra; Albert Hafsteinsson, Gísli Laxdal og Haukur Andri Haraldsson komu inn í liðið en Marko Vardic og Steinar Þorsteinsson fengu sér sæti á bekknum og Ómar Björn Stefánsson var utan hóps.

Þriðja tap Skagamanna í röð í Bestu deildinni - Skessuhorn