
Frá því var greint á upplýsingasíðu Snæfellsbæjar í síðustu viku að vaskur hópur fólks úr Lionsklúbbunum í Snæfellsbæ hafi í blíðunni í síðustu viku mætt og málað regnbogagötuna í Ólafsvík. Lionsklúbbarnir höfðu frumkvæði að því að endurmála götuna í samvinnu við bæjarfélagið. Þarna er Jóhannes Ólafsson Lionsmaður og ritstjóri að mála fjólubláu brautina. Ljósm. snb