Fréttir
Frá því var greint á upplýsingasíðu Snæfellsbæjar í síðustu viku að vaskur hópur fólks úr Lionsklúbbunum í Snæfellsbæ hafi í blíðunni í síðustu viku mætt og málað regnbogagötuna í Ólafsvík. Lionsklúbbarnir höfðu frumkvæði að því að endurmála götuna í samvinnu við bæjarfélagið. Þarna er Jóhannes Ólafsson Lionsmaður og ritstjóri að mála fjólubláu brautina. Ljósm. snb

Lionsþing var haldið í Ólafsvík

Lionsþing Fjölumdæmis 109 var haldið í Ólafsvík dagana 25. og 26. apríl sl.  Um var að ræða afmælisþing hreyfingarinnar, en þetta var 70. lionsþingið. Þingið var haldið í boði Lionsklúbbs Ólafsvíkur og Lionsklúbbsins Ránar. Það sóttu 225 manns og heppnaðist í alla staði mjög vel. Þökk sé góðri skipulagningu heimaklúbbanna.