Fréttir
Jón Smári, Ólína Ingibjörg og Valdís.

Héldu aðalfund á Höfða og gáfu sjúkrarúm

Aðalfundur Lionsklúbbs Akraness var haldinn 15. apríl síðastliðinn á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða. Af því tilefni var heimilinu fært að gjöf fullkomið sjúkrarúm. Rúmið er ætlað sjúklingum sem eru að mestu eða öllu leyti rúmfastir og þurfa mikla umönnun. Það er gætt ýmsum eiginleikum og er rafknnúið, en það auðveldar alla umönnun mikið veikra og auðveldar störf starfsmanna. Jón Smári Svavarsson, formaður klúbbsins, afhenti gjöfina og fyrir hönd Höfða veittu henni viðtöku Valdís Eyjólfsdóttir forstjóri og Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri. Að lokinni afhendingu flutti Ólína Ingibjörg erindi um Höfða og rakti í stuttu máli sögu heimilisins frá því það tók til starfa árið 1978 og til þessa dags.