
Hestar og menn njóta þess að fara Langasand. Ljósmyndir: Guðlaugur Óskarsson
Komu við á Höfða í árlegri sumarreið
Á fyrsta degi sumars er áralöng hefð hjá félögum hjá hestamannafélaginu Dreyra á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit að efna til hópreiðar um Langasand og með viðkomu á Höfða. Mörgum félögum þykir þessi hefð nauðsynleg byrjun á sumrinu. Í ár nutu hestar og menn sín vel í blíðunni. Stefán G. Ármannsson í Skipanesi er formaður Dreyra. Hann afhenti gömlum félögum í hestamannafélaginu, þeim Huga Albertssyni og Ágústi Gíslasyni, blómvönd sem þeir tóku við fyrir hönd íbúa á Höfða. Þá var riðinn Langisandur áður en haldið var heim í Æðarodda eftir vel heppnaða samreið og veru á fyrsta degi sumars.