
Nemendurnir sem fóru í ferðina. Ljósm. GBF
Fóru í menningarferð til Danmerkur
Á þessu ári hófst samstarf Grunnskóla Borgarfjarðar við tvo skóla í gegnum Nordplus. Samstarfsverkefnið hefur yfirheitið Cultural heritage eða menningarleg arfleið og fjallar um að nemendur kynnist menningu annarra landa, bæði hvað varðar hversdags og áhrif landanna á menningu annarra. Samstarfsskólarnir eru í Odense í Danmörku og Sievi í Finnlandi en fyrsta heimsókn var í byrjun apríl, til Danmerkur. Í hana fóru tíu nemendur úr 9. og 10. bekk ásamt kennurunum og systkinunum Unnari Þorsteini og Þóru Geirlaugu Bjartmarsbörnum.