
Inga við kembivélina. Texti og myndir: SLA
Opnuðu Urði ullarvinnslu fyrir gestum
Smáspunaverksmiðjan Urður ullarvinnsla að Rauðbarðaholti í Hvammssveit í Dölum var opnuð sumardaginn fyrsta. Mikill fjöldi gesta sótti opnunarhátíðina sem þau Ingibjörg Þóranna Steinudóttir, Inga, og Einar Hlöðver Erlingsson buðu til af þessu tilefni auk þess sem gestum bauðst að skoða vinnsluna á meðan Jörvagleðin stóð yfir.