Fréttir

true

Herferð gegn sóun á fatnaði

Verkefnið Saman gegn sóun og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa blásið til herferðar til að vekja athygli á textílvandanum. Íslendingar losa sig við hátt í tíu tonn af fötum á dag á sama tíma og gæði á fatnaði fara dvínandi. Aðeins lítill hluti af fötum kemst í endurnotkun innanlands. Helstu markmið herferðarinnar er að fá fólk…Lesa meira

true

Vösk sundsveit af Skaganum

Frábær árangur var hjá sundfólki frá Sundfólki Akraness á Íslands- og Unglingameistaramótinu í 25m laug sem fram fór um liðna helgi. Sundfólk SA kom heim með unglingameistaratitil, tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Sunna Arnfinnsdóttir varð Unglingameistari í 1500m skriðsundi á tímanum 18:01,27, sem tryggði henni einnig annað sæti í opnum flokki. Þetta var frábær bæting,…Lesa meira

true

Álftanes fór með sigur úr Grundarfirði

Ungmennafélag Grundarfjarðar tók á móti liði Álftaness í 1. deild kvenna í blaki á sunnudaginn. Heimastúlkur byrjuðu betur og voru komnar með góða forystu í fyrstu hrinu áður en gestirnir tóku við sér og jöfnuðu metin í 19-19. UMFG náði þó að klára hrinuna með 25-22 sigri og komast í 1-0 í leiknum. Í annarri…Lesa meira

true

Mótmæla harðlega frumvarpi um opinbera háskóla

Fyrir helgi rann út frestur til að skila inn umsögnum í Samráðsgátt um frumvarp menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytis um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um opinbera háskóla. Meginefni frumvarpsins felur í sér nýtt heimildarákvæði í lögum um opinbera háskóla, fyrir tvo eða fleiri sjálfstæða háskóla, sem njóta viðurkenningar samkvæmt lögum um…Lesa meira

true

Auknar heimildir starfsmanna til að fjarlægja bílflök

Bæjarráð Stykkishólms samþykkti á dögunum að veita starfsmönnum sveitarfélagsins auknar heimildir til þess að taka ákvörðun um að fjarlægja lausafjármuni af svæðum í eigu eða umsjón sveitarfélagsins í því skyni að tryggja heilnæmt, snyrtilegt og öruggt umhverfi í sveitarfélaginu. Í samþykkt bæjarráðsins kemur fram að Sveitarfélagið Stykkishólmur leggi ríka áherslu á að bæjarumhverfi sé snyrtilegt,…Lesa meira

true

Sigríður Björk lætur af embætti ríkislögreglustjóra

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur orðið við beiðni Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra um að láta af embætti. Þetta var niðurstaða fundar þeirra beggja í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Jafnframt mun ráðherra flytja Sigríði Björk í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kyndbundnu ofbeldi, en sú staða heyrir undir dómsmálaráðuneytið. Einnig hefur…Lesa meira

true

Snæfell hafði betur gegn Stjörnunni b

Snæfell lék sinn fjórða leik í 1. deild kvenna í körfuknattleik þegar lið Stjörnunnar b kom í heimsókn í Stykkishólm á laugardaginn. Leikurinn var leikur tveggja jafnra liða og skiptust liðin á að leiða. Að loknum fyrri hálfleik var staðan 25-29 Stjörnunni b í vil. Í síðari hálfleik náðu Snæfellskonur frumkvæðinu og höfðu sigur að…Lesa meira

true

Snæfell og Skallagrímur jöfn að stigum

Skallagrímsmenn fengu lið Fylkis í heimsókn á föstudagskvöldið þegar fimmta umferð í 1. deild karla í körfuknattleik fór fram. Lið Fylkis var fyrir leikinn án stiga í deildinni. Lið Skallagríms hafði frumkvæðið lengst af í leiknum. Eftir fyrsta hluta var staðan 29-21 Skallagrími í vil og í hálfleik var staðan 58-39. Leikurinn var jafnari í…Lesa meira

true

Engin viðbrögð frá Veitum við kvörtun um ónothæft neysluvatn

Vilhjálmur Hjörleifsson íbúi á Varmalandi í Borgarfirði sendi opið bréf til Veitna 20. október síðastliðinn. Í gær, sunnudaginn 9. nóvember, hafði hann engin viðbrögð fengið. Þar ítrekar Vilhjálmur afar slök gæði neysluvatns í Grábrókarveitu, sem meðal annars er lögð um sveitir neðan við Hreðavatn og að Borgarnesi. Í bréfinu skrifar Vilhjálmur m.a: „Laugardaginn 18. október…Lesa meira

true

Fá jólagjafir úr heimabyggð

Í ár tekur Snæfellsbær upp nýtt fyrirkomulag við jólagjafir til handa starfsfólks sveitarfélagsins og stefnt að því að þær verði hjá verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu. Sama fyrirkomulag er viðhaft í fleiri sveitarfélögum á Vesturlandi. „Snæfellsbær auglýsir því eftir verslunar- og þjónustuaðilum í Snæfellsbæ sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru…Lesa meira