
Sigríður Björk lætur af embætti ríkislögreglustjóra
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur orðið við beiðni Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra um að láta af embætti. Þetta var niðurstaða fundar þeirra beggja í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Jafnframt mun ráðherra flytja Sigríði Björk í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kyndbundnu ofbeldi, en sú staða heyrir undir dómsmálaráðuneytið. Einnig hefur dómsmálaráðherra ákveðið að setja Grím Hergeirsson tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra frá 14. nóvember. Grímur hefur undanfarin ár gegnt embætti lögreglustjóra á Suðurlandi.