Íþróttir
Anna Soffía Lárusdóttir var stigahæst Snæfellskvenna. Ljósm. Snæfell

Snæfell hafði betur gegn Stjörnunni b

Snæfell lék sinn fjórða leik í 1. deild kvenna í körfuknattleik þegar lið Stjörnunnar b kom í heimsókn í Stykkishólm á laugardaginn. Leikurinn var leikur tveggja jafnra liða og skiptust liðin á að leiða. Að loknum fyrri hálfleik var staðan 25-29 Stjörnunni b í vil. Í síðari hálfleik náðu Snæfellskonur frumkvæðinu og höfðu sigur að lokum með 57 stigum gegn 55. Anna Soffía Lárusdóttir var stigahæst í liði Snæfells með 21 stig, Rebekka Rán Karlsdóttir skoraði 15 stig, Ellen Alfa Högnadóttir 9 stig, Valdís Helga Alexandersdóttir með 6 stig, Björg Guðrún Einarsdóttir með 4 stig og Adda Sigríður Ásmundsdóttir með 2 stig.