Fréttir

Herferð gegn sóun á fatnaði

Verkefnið Saman gegn sóun og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa blásið til herferðar til að vekja athygli á textílvandanum. Íslendingar losa sig við hátt í tíu tonn af fötum á dag á sama tíma og gæði á fatnaði fara dvínandi. Aðeins lítill hluti af fötum kemst í endurnotkun innanlands. Helstu markmið herferðarinnar er að fá fólk til að kaupa minna og nýta betur þann textíl sem það á hverju sinni.