Fréttir
Bæjarráð hvetur íbúa til snyrtimennsku í hvívetna. Ljósm. úr safni

Auknar heimildir starfsmanna til að fjarlægja bílflök

Bæjarráð Stykkishólms samþykkti á dögunum að veita starfsmönnum sveitarfélagsins auknar heimildir til þess að taka ákvörðun um að fjarlægja lausafjármuni af svæðum í eigu eða umsjón sveitarfélagsins í því skyni að tryggja heilnæmt, snyrtilegt og öruggt umhverfi í sveitarfélaginu. Í samþykkt bæjarráðsins kemur fram að Sveitarfélagið Stykkishólmur leggi ríka áherslu á að bæjarumhverfi sé snyrtilegt, öruggt og vel við haldið. Slíkt umhverfi styrki að mati ráðsins ímynd og aðdráttarafl bæjarins, stuðli að jákvæðri upplifun íbúa og gesta og endurspegli virðingu fyrir náttúru og samfélagi.

Auknar heimildir starfsmanna til að fjarlægja bílflök - Skessuhorn