Fréttir

true

Jarðskjálftahrina við Grjótárvatn

Jarðskjálftahrina hófst við Grjótárvatn á Mýrum rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Stærsti skjálftinn mældist 3,2 að stærð. Rúmlega 30 skjálftar hafa mælst í hrinunni. Síðast mældist skjálfti 3,2 að stærð þriðjudaginn 29. júlí sl. Veðurstofan segir engar tilkynningar hafa borist um að skjálftans hafi orðið vart í byggð.Lesa meira

true

Fólk sem vill og þorir

Rætt við nýja eigendur að Hótel Borgarnesi Hótel Borgarnes stendur við Egilsgötu 11 í Borgarnesi og þar á ferðaþjónusta sér langa sögu. Nýir eigendur hafa nú tekið við rekstrinum, hjónin Lína Móey Bjarnadóttir og Sigurður Karlsson. Blaðamaður Skessuhorns settist um stund niður með þeim á skrifstofunni til að taka stöðuna. Ýmis tengsl við svæðið Þau…Lesa meira

true

Vilja flýta uppbyggingu flutningskerfis raforku

Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður Norðausturkjördæmis hefur ásamt níu öðrum þingmönnum lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að flýta uppbyggingu flutningskerfis raforku. Lagt er til að Alþingi álykti að fela umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að flýta uppbyggingu flutningskerfis raforku, nánar tiltekið Blöndulínu 3, Holtavörðuheiðarlínu 1 og Holtavörðuheiðarlínu 3, með það að markmiði að draga…Lesa meira

true

Veiðifélag Þverár segir upp samningi um uppkaup netalagna

Árið 1990 var gert samkomulag milli Veiðifélags Hvítár í Borgarfirði og samtals sjö veiðifélaga í hliðarám Hvítár um leigu á réttinum til netaveiða allt frá ósi að ármótum Reykjadalsár. Í þessu samkomulagi fólst að greitt væri fyrir að netin yrðu ekki lögð. Þetta var gert með það að markmiði að sá lax sem annars yrði…Lesa meira

true

Sameining HA og Bifrastar slegin af

Háskólaráð Háskólans á Akureyri hefur horfið frá frekari viðræðum um fyrirhugaða sameiningu við Háskólann á Bifröst. Ákvörðun þessa efnis var samþykkt samhjóða á fundi ráðsins. Viðræður um sameiningu skólanna hafa staðið yfir í um tvö ár, fyrst að frumkvæði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur þáverandi ráðherra málaflokksins. Líkt og komið hefur fram í fréttum Skesshorns hefur gagnýni…Lesa meira

true

Þrjár kærur bárust vegna sameiningarkosningar

Kosningu um tillögu samstarfsnefndar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps lauk laugardaginn 20. september síðastliðinn. Atkvæði voru talin sama kvöld og kom í ljós að sameiningin var samþykkt í báðum sveitarfélögunum með talsverðum mun. Í Borgarbyggð sögðust 83,24% fylgjandi sameiningu en í Skorradalshreppi var hlutfallið 59,26%. Þessi úrslit þýða að óbreyttu að við kosningarnar 16. maí…Lesa meira

true

Breið gjá einkennir stöðu launafólks í landinu

Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, leggur árlega fyrir könnun meðal launafólks í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Markmið hennar er að varpa ljósi á lífsskilyrði fólks. Ný skýrsla Vörðu sýnir að breið gjá einkennir stöðu launafólks í landinu. „Sjö af hverjum tíu ná endum saman og sex af hverjum tíu gætu mætt óvæntum 100 þúsund króna útgjöldum án…Lesa meira

true

Vel heppnuð Starfamessa í Grundarfirði – myndasyrpa

Starfamessa er viðburður þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna störf, starfsgreinar og menntunartækifæri fyrir nemendum grunn- og framhaldsskóla og öðrum áhugasömum. Í gær, þriðjudaginn 30. september, var Starfamessan í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði og var hún vel heppnuð. Rúmlega 40 fyrirtæki og stofnanir mættu og sýndu frá starfsemi sinni. Fyrir hádegi komu nemendur í…Lesa meira

true

Almenningur gat kynnst starfi vísindafólks

Vísindavaka háskólanna var haldin síðastliðinn laugardag. Á henni kynnti vísindafólk frá háskólum, stofnunum og fyrirtækjum rannsóknaverkefni sín fyrir almenningi á lifandi hátt á fjölda sýningarbása. Fjölskyldan var í fyrirrúmi á Vísindavöku og gafst þar kjörið tækifæri til að kynna heim vísindanna fyrir börnum og unglingum. Allar vísindagreinar voru kynntar á Vísindavöku og er viðburðurinn stærsti…Lesa meira

true

„Auðvitað stend ég með hrossunum“

Ragnheiður Jóna Þorgrímsdóttir ábúandi á Kúludalsá í Hvalfirði hefur barist fyrir veik hross sín í 18 ár og gaf nýlega út bók þar sem hún rekur þá sögu Á Kúludalsá við Hvalfjörð, sem er um fimm kílómetra vestan við stóriðjusvæðið á Grundartanga, mælast fjórföld flúorgildi í beinum hrossa miðað við hross af ómenguðum svæðum. Á…Lesa meira