
Jarðskjálftahrina við Grjótárvatn
Jarðskjálftahrina hófst við Grjótárvatn á Mýrum rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Stærsti skjálftinn mældist 3,2 að stærð. Rúmlega 30 skjálftar hafa mælst í hrinunni. Síðast mældist skjálfti 3,2 að stærð þriðjudaginn 29. júlí sl. Veðurstofan segir engar tilkynningar hafa borist um að skjálftans hafi orðið vart í byggð.