
Starfsmaður hjá Rafmennt leyfir áhugasömum nemanda að beita sér með lóðbolta. Ljósmyndir: tfk
Vel heppnuð Starfamessa í Grundarfirði – myndasyrpa
Starfamessa er viðburður þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna störf, starfsgreinar og menntunartækifæri fyrir nemendum grunn- og framhaldsskóla og öðrum áhugasömum. Í gær, þriðjudaginn 30. september, var Starfamessan í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði og var hún vel heppnuð. Rúmlega 40 fyrirtæki og stofnanir mættu og sýndu frá starfsemi sinni. Fyrir hádegi komu nemendur í 9. og 10. bekk grunnskólanna á Snæfellsnesi og var margt forvitnilegt að skoða. Föstudaginn 3. október næstkomandi verður Starfamessan í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.