
Frá kröfugöngu á 1. maí fyrir níu árum. Ljósm. úr safni/mm
Breið gjá einkennir stöðu launafólks í landinu
Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, leggur árlega fyrir könnun meðal launafólks í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Markmið hennar er að varpa ljósi á lífsskilyrði fólks. Ný skýrsla Vörðu sýnir að breið gjá einkennir stöðu launafólks í landinu. „Sjö af hverjum tíu ná endum saman og sex af hverjum tíu gætu mætt óvæntum 100 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Hinn hluti launafólks býr hins vegar við allt önnur kjör og er afkoma lágtekjufólks almennt mjög erfið og umtalsverður fjöldi á vinnumarkaði býr við raunverulegan skort,“ segir í niðurstöðu könnunarinnar.