
Vilja flýta uppbyggingu flutningskerfis raforku
Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður Norðausturkjördæmis hefur ásamt níu öðrum þingmönnum lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að flýta uppbyggingu flutningskerfis raforku. Lagt er til að Alþingi álykti að fela umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að flýta uppbyggingu flutningskerfis raforku, nánar tiltekið Blöndulínu 3, Holtavörðuheiðarlínu 1 og Holtavörðuheiðarlínu 3, með það að markmiði að draga úr sóun, truflun og flutningstapi flutningskerfisins og stuðla þannig að bættu afhendingaröryggi og orkunýtni.