
Talningarfólk að störfum í Hjálmakletti í Borgarnesi að kvöldi 20. september. Ljósm. mm
Þrjár kærur bárust vegna sameiningarkosningar
Kosningu um tillögu samstarfsnefndar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps lauk laugardaginn 20. september síðastliðinn. Atkvæði voru talin sama kvöld og kom í ljós að sameiningin var samþykkt í báðum sveitarfélögunum með talsverðum mun. Í Borgarbyggð sögðust 83,24% fylgjandi sameiningu en í Skorradalshreppi var hlutfallið 59,26%. Þessi úrslit þýða að óbreyttu að við kosningarnar 16. maí 2026 verður kosið í sameinuðu sveitarfélagi Borgarbyggðar og Skorradalshrepps.