
Bifröst í Borgarfirði
Sameining HA og Bifrastar slegin af
Háskólaráð Háskólans á Akureyri hefur horfið frá frekari viðræðum um fyrirhugaða sameiningu við Háskólann á Bifröst. Ákvörðun þessa efnis var samþykkt samhjóða á fundi ráðsins. Viðræður um sameiningu skólanna hafa staðið yfir í um tvö ár, fyrst að frumkvæði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur þáverandi ráðherra málaflokksins. Líkt og komið hefur fram í fréttum Skesshorns hefur gagnýni á fyrirhugaða sameiningu farið vaxandi og má í því sambandi nefna beinskeytta samþykkt bæjarstjórnar Akureyrar á dögunum.