Fréttir
Ragnheiður hefur í 18 ár barist fyrir því að tengsl flúormengunar frá álverinu á Grundartanga og veikinda hrossa hennar verði rannsökuð og mengun frá álverinu takmörkuð. Hún hefur nú gefið út bókina „Barist fyrir veik hross,“ sem segir þessa sögu.

„Auðvitað stend ég með hrossunum“

Ragnheiður Jóna Þorgrímsdóttir ábúandi á Kúludalsá í Hvalfirði hefur barist fyrir veik hross sín í 18 ár og gaf nýlega út bók þar sem hún rekur þá sögu