
Almannavarnarnefnd Vesturlands hélt opinn íbúafund í Hjálmakletti í Borgarnesi í gær. Tilefni þessa upplýsingafundar var skjálftavirkni við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu og raunar einnig misvísandi skilaboð vísindamanna um túlkun mæligagna í sumar. Fyrr í sumar fullyrti Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur að skjálftavirkni við Grjótárvatn við Mýrar benti til þess að kvika væri að færast ofar í jarðskorpuna…Lesa meira








