Fréttir

true

Jökulhlaup hafið úr Hafrafellslóni vestan Langjökuls

Jökulhlaup er hafið úr Hafrafellslóni vestan Langjökuls. Íbúum á svæðinu er bent á að huga að mögulegum áhrifum þess á eignir og búfénað við bakka Hvítár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Hlaupið rennur í Svartá og þaðan í Hvítá í Borgarfirði. Að mati Veðurstofunnar virðist vatnsstaða Hafrafellslóns nú hærri en nokkru sinni…Lesa meira

true

ÍA með góðan sigur á Haukum

Lið ÍA og Hauka mættust í gærkvöldi í 16. umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu og fór leikurinn fram í Akraneshöllinni. Það blés ekki byrlega fyrir ÍA framan af fyrri hálfleik því Ragnheiður Tinna Hjaltalín skoraði mark fyrir Hauka á 26.mínútu.  Erla Karítas Jóhannesdóttir jafnaði metin fyrir ÍA á 42.mínútu og hún var aftur á ferðinni…Lesa meira

true

Vangaveltur um hvort Miðtindur verði sá sjöundi

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt að afla frekari upplýsinga um hvort rétt verði að nefna einn af tindum Hafnarfjalls Miðtind. Á sínum tíma lét Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs útbúa upplýsingaskilti, sem staðsett er á bílastæðinu við gönguleiðina á Hafnarfjall. Við vinnslu landakorts á skiltinu kom í ljós að einn tindurinn í hinni vinsælu „sjö…Lesa meira

true

Sjúkraþjálfun Vesturlands opnar brátt á Akranesi

Nýtt fyrirtæki á sviði sjúkraþjálfunar mun hefja starfsemi á Akranesi á haustmánuðum verði nauðynleg leyfi í höfn. Það er Leifur Auðunsson sjúkraþjálfari á Akranesi sem stendur að þessu nýja fyrirtæki. Í samtali við Skesshorn segir Leifur að að hann hafi tekið á leigu húsnæði að Garðabraut 2a og nú standi yfir framkvæmdir við innréttingu húsnæðisins.…Lesa meira

true

Vélarvana báti komið til hafnar á Akranesi

Skemmtibátur varð vélarvana skammt utan við Akraneshöfn um kl. 20:30 í gærkvöldi. Um borð voru tveir menn og óskuðu þeir aðstoðar. Björgunarskipið Jón Gunnlaugsson frá Björgunarfélagi Akraness var ræstur út og dró bátinn til hafnar. Lauk aðgerðum um kl. 22:00. Um tíma var talið að skemmtibáturinn hefði misst talsvert af olíu í sjóinn og flaug…Lesa meira

Ályktun fundar Sólar til framtíðar um vindorkumál

Undir lok fundar Sólar til framtíðar, sem haldinn var á Hvanneyri í fyrrakvöld, var eftirfarandi ályktun lesin upp og send frá fundinum: Fundur Sólar til framtíðar um vindorkumál haldinn á Hvanneyri 20. ágúst 2025 mótmælir harðlega fyrirhuguðum áformum um byggingu vindorkuvera á allt að fimm stöðum í Borgarfjarðarhéraði. Um yrði að ræða gríðarlega há og…Lesa meira

true

Þrír eldislaxar staðfestir í Haukadalsá

Matvælastofnun hafa borist upplýsingar um upprunagreiningu á meintum eldislöxum sem veiðst hafa í Haukadalsá. Alls hafa verið greindir ellefu laxar og staðfest er að þrír þeirra koma úr eldi. Átta af löxunum reyndust af villtum uppruna. „Niðurstöður greininga benda til þess að uppruni eldislaxanna þriggja sé úr Dýrafirði. Til Hafrannsóknastofnunar eru að berast laxar sem…Lesa meira

true

Framkvæmdir á Laxárbakka skulu í umhverfismat

Skipulagsstofnun hefur úrskurðað að fyrirhugaðar framkvæmdir við uppbyggingu ferðaþjónustu á Laxárbakka í Eyja- og Miklaholtshreppi skuli háðar umhverfismati. Telur stofnunin að framkvæmdirnar kunni að hafa umtalsverð umhverfisáhrif og því skuli framkvæmdin fara í umhverfismat. Kærufrestur vegna ákvörðunarinnar er til 15. september. Það er fyrirtækið Laxárbakki Resort ehf. sem hyggst reisa 45 herbergja hótel með laugum,…Lesa meira

true

Prís ódýrasta verslunin ári eftir opnun

Ár er liðið frá því verslunin Prís var opnuð í Kópavogi 17. ágúst í fyrra. Verslunin hefur verið ódýrust í samanburði Verðlagseftirlits ASÍ frá fyrsta degi og verið vel undir verði annarra verslana allan þann tíma. „Sem stendur er Prís um 6% ódýrara en Bónus og Krónan að meðaltali og 10% ódýrara en Nettó,“ segir…Lesa meira

true

Telja beislun vindorkunnar fráleita leið fyrir þjóðina

Á annað hundrað manns mætti á opinn fund um vindorkumál sem Samtökin Sól til framtíðar boðuðu til á Hvanneyri í gærkvöldi. Samtökin voru stofnuð í Borgarnesi í vor. Um er að ræða óháða grasrótarhreyfingu á sviði umhverfismála og er starfssvæðið Borgarfjörður, Mýrar og vestur að Haffjarðará. Fram kom við stofnun samtakanna að þeim væri ætlað…Lesa meira