
Jökulhlaup er hafið úr Hafrafellslóni vestan Langjökuls. Íbúum á svæðinu er bent á að huga að mögulegum áhrifum þess á eignir og búfénað við bakka Hvítár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Hlaupið rennur í Svartá og þaðan í Hvítá í Borgarfirði. Að mati Veðurstofunnar virðist vatnsstaða Hafrafellslóns nú hærri en nokkru sinni…Lesa meira







