Fréttir

Prís ódýrasta verslunin ári eftir opnun

Ár er liðið frá því verslunin Prís var opnuð í Kópavogi 17. ágúst í fyrra. Verslunin hefur verið ódýrust í samanburði Verðlagseftirlits ASÍ frá fyrsta degi og verið vel undir verði annarra verslana allan þann tíma. „Sem stendur er Prís um 6% ódýrara en Bónus og Krónan að meðaltali og 10% ódýrara en Nettó,“ segir í tilkynningu.