
Sjúkraþjálfun Vesturlands verður til húsa á Garðabraut 2a.
Sjúkraþjálfun Vesturlands opnar brátt á Akranesi
Nýtt fyrirtæki á sviði sjúkraþjálfunar mun hefja starfsemi á Akranesi á haustmánuðum verði nauðynleg leyfi í höfn. Það er Leifur Auðunsson sjúkraþjálfari á Akranesi sem stendur að þessu nýja fyrirtæki. Í samtali við Skesshorn segir Leifur að að hann hafi tekið á leigu húsnæði að Garðabraut 2a og nú standi yfir framkvæmdir við innréttingu húsnæðisins. Þar verði rými fyrir fjóra sjúkraþjálfara auk æfingasala til endurhæfingar.