
Horft til vesturs yfir hótelbygginguna, Stapanes í fjarska. Teikning úr umhverfismatsskýrslu.
Framkvæmdir á Laxárbakka skulu í umhverfismat
Skipulagsstofnun hefur úrskurðað að fyrirhugaðar framkvæmdir við uppbyggingu ferðaþjónustu á Laxárbakka í Eyja- og Miklaholtshreppi skuli háðar umhverfismati. Telur stofnunin að framkvæmdirnar kunni að hafa umtalsverð umhverfisáhrif og því skuli framkvæmdin fara í umhverfismat. Kærufrestur vegna ákvörðunarinnar er til 15. september.