Fréttir
Frummælendur. F.v. Thelma, Halla Hrund, Júlíus, Frosti og Jóhann Páll. Ljósmyndir: mm

Telja beislun vindorkunnar fráleita leið fyrir þjóðina

Á annað hundrað manns mætti á opinn fund um vindorkumál sem Samtökin Sól til framtíðar boðuðu til á Hvanneyri í gærkvöldi. Samtökin voru stofnuð í Borgarnesi í vor. Um er að ræða óháða grasrótarhreyfingu á sviði umhverfismála og er starfssvæðið Borgarfjörður, Mýrar og vestur að Haffjarðará. Fram kom við stofnun samtakanna að þeim væri ætlað að vera sýnileg og kröftug í umræðum um umhverfismál og standa fyrir fundum og miðla fræðslu. Fundurinn á Hvanneyri var þannig ákveðin prófsteinn á verkefni samtakanna, en af viðbrögðum að dæma er ljóst að hugmyndir um fjölda vindorkuvera í héraðinu eiga ekki upp á pallborðið hjá íbúum.

Telja beislun vindorkunnar fráleita leið fyrir þjóðina - Skessuhorn