Fréttir

Talsvert um óhöpp og slys í vikunni sem leið

Árekstur varð milli flutningabifreiðar og dráttarvélar á Snæfellsnesi í vikunni sem leið. Að sögn lögreglu varð eignatjón og var einn fluttur á brott til aðhlynningar með sjúkrabifreið en meiðsli viðkomandi ekki talin alvaraleg. Þá féll einstaklingur af þaki húss sem hann var að mála í liðinni viku. Var viðkomandi fluttur slasaður á brott með sjúkrabifreið.

Talsvert um óhöpp og slys í vikunni sem leið - Skessuhorn