
Ráðhús Borgarbyggðar.
Skipulag íbúakosningar í Borgarbyggð og Skorradal frágengið
Íbúakosning í Borgarbyggð og Skorradalshreppi um tillögu samstarfsnendar að sameiningu sveitarfélaganna fer fram dagana 5.-20. september líkt og komið hefur fram í fréttum Skessuhorns. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru íbúar í Borgarbyggð í dag 4.295 og í Skorradalshreppi 67. Þann 1. janúar voru íbúar í Borgarbyggð 4.102 og í Skorradalshreppi 65 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Kynningarfundur verður haldinn 27. ágúst.