
Hraðakstur alltof algengur
Lögreglan á Vesturlandi hafði afskipti af um 90 ökumönnum í liðinni viku vegna of hraðs aksturs. Einnig voru brot rúmlega hundrað ökumanna mynduð með færanlegri hraðamyndavél embættisins. Einn ökumaður er grunaður um ölvun við akstur og annar grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þrír ökumenn sem lögregla hafði afskipti af reyndust sviptir ökuréttindum.