
Tilraunamöstrin hafa verið uppi síðan 2019. Ljósm. úr safni Skessuhorns/sm
Vindmælingarmöstur í landi Hróðnýjarstaða skal fjarlægja
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar hefur áréttað fyrri samþykkt sína frá því í mars um synjun á framlengingu á stöðuleyfi vindmælingarmastra í landi Hróðnýjarstaða. Telur nefndin nauðsynlegt að möstrin verði fjarlægð hið fyrsta.