Fréttir

true

Ásbyrgi í Stykkishólmi færðar gjafir

Lionsklúbbarnir í Stykkishólmi ásamt Kvenfélaginu Hringnum í Stykkishólmi gáfu Ásbyrgi, dagþjónustu og vinnustofu fyrir fólk með skerta starfsgetu, veglega gjafir nýlega. Klúbburinn gaf sjónvarp og bocciasett en Kvenfélagið Hringurinn færði Ásbyrgi veglega peningaupphæð.Lesa meira

true

Í Kirkjulistaviku eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi

Næstkomandi sunnudag verður messa og opnun sýningar á handritum og útgáfum Passíusálma Hallgríms Péturssonar í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Viðburðurinn markar um leið upphaf Kirkjulistaviku í Garða- og Saurbæjarprestakalli sem lýkur átta dögum síðar, sunnudaginn 30. mars með Hebbamessu, tónlistarmessu þar sem Herbert Guðmundsson, Kór Akraneskirkju ásamt hljómsveit og Kór Keflavíkurkirkju koma fram í Vinaminni á…Lesa meira

true

Stýrivextir lækkaðir um kvartprósentustig

Peningastefnunefnd Seðlabankans kynnti í morgun um lækkun stýrivaxta sem nemur 0,25 prósentustigum og fara vextir stofnunarinnar úr 8% í 7,75%. Frá því vaxtalækkunarferlið hófst í október hafa stýrivextir verið lækkaðir um 1,5 prósentustig. Peningastefnunefndin bendir á að verðbólgan hafi haldið áfram að hjaðna, en hún lækkaði úr 4,6 í 4,2% frá síðasta fundi snemma í…Lesa meira

true

Ungur ölvaður við akstur

Lögreglan hafði afskipti af um 30 ökumönnum vegna of hraðs aksturs í vikunni sem leið. Sá sem hraðast ók mældist á rúmlega 130 km/klst. Fjórir ökumenn eru grunaðir um ölvun við akstur og var einn þeirra 17 ára gamall. Mál hans var afgreitt með aðkomu foreldra og barnaverndaryfirvalda. Einnig voru nokkrir ökumenn kærðir vegna notkunar…Lesa meira

true

Að ferðast og fræðast um staðhætti

Rætt við Leif Björn Björnsson forritara um fyrirtækið Locatify Leifur Björn Björnsson og Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir kona hans fluttu í Borgarnes árið 2018 en árið 2009 stofnuðu þau íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki, þá til að virkja nýjustu farsímatæknina til að deila staðbundnum sögum með ferðamönnum. Skessuhorn ræddi við Leif um starfsemi Locatify. Kísildalurinn í fjögur ár Leifur…Lesa meira

true

Boltaþorskur að veiðast út af Akranesi

Sjómaðurinn Steinólfur Jónasson á Skarphéðni SU-3 á Akranesi kom í gær að landi með dágóðan afla; ríflega þrjú tonn af boltaþorski, eða aulaþorski eins og hann er stundum kallaður. Steinólfur hefur verið að gera mjög góðar veiðiferðir að undanförnu. Meirihluti aflans úr þessari ferð flokkaðist í átta kíló plús, en restin í 4-8 kíló, allt…Lesa meira

true

Endurræsing hafin í álverksmiðjunni

Samhliða útslætti á rafmagni hjá Norðuráli á Grundartanga fyrr í kvöld kom upp eldur í 220 kílóvatta inntaki á húsgafli verksmiðjunnar. Kerskálinn var rýmdur og engan sakaði. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar náði, að sögn Sólveigar Bergmann upplýsingafulltrúa Norðuráls, að slökkva eldinn um klukkan 21:30 í kvöld. Nú er unnið að því að ræsa verksmiðjuna upp…Lesa meira

true

Mikið högg fyrir dreifikerfið

Alvarleg truflun varð á raforkudreifingu í landinu um klukkan 20 í kvöld þegar bilun varð hjá Norðuráli á Grundartanga. Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets sagði í samtali við fréttastofu RUV nú klukkan tíu að af einhverjum orsökum hafi átt sér stað háspennutruflun og gríðarstórt högg komið á dreifikerfið. Steinunn sagði að þegar þetta gerist taki varnir…Lesa meira

true

Högg á dreifikerfið og Norðurál leysti út

Um klukkan 20:11 í kvöld varð stór högg í flutningskerfi rafmagns og leysti m.a. stóriðja og fleira stórnotendur út og rafmagn fór af um tíma á Vestfjörðum og Austurlandi. Norðurál á Grundartanga leysti út allt álag og um leið kom högg á tengivirki í flutningskerfinu. Meðal annars leysti út um tíma Mjólkárlína 1 og Breiðadalslína…Lesa meira

true

Hleðslustöðvar nærri Bárði Snæfellsás

Á Arnarstapa á Snæfellsnesi er búið að setja upp nýjar rafhleðslustöðvar fyrir bíla. Eru þær staðsettar á bílastæði við göngustíginn að minnismerkinu um Bárð Snæfellsás. Samkvæmt heimildum Skessuhorns er um óleyfisframkvæmd að ræða. Kristinn Jónasson bæjarstjóri staðfestir að ekkert leyfi hafi verið gefið út fyrir hraðhleðslustöð á þessum stað og verði það aldrei veitt í…Lesa meira