
Frá vettvangi um klukkan 20:45 í kvöld. Ljósm. mm
Endurræsing hafin í álverksmiðjunni
Samhliða útslætti á rafmagni hjá Norðuráli á Grundartanga fyrr í kvöld kom upp eldur í 220 kílóvatta inntaki á húsgafli verksmiðjunnar. Kerskálinn var rýmdur og engan sakaði. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar náði, að sögn Sólveigar Bergmann upplýsingafulltrúa Norðuráls, að slökkva eldinn um klukkan 21:30 í kvöld. Nú er unnið að því að ræsa verksmiðjuna upp aftur og er rafmagn komið á að hluta. Slík endurræsing tekur þó einhvern tíma og sennilega fram á nóttina.