Fréttir

true

Amma Andrea færir Mæðrastyrksnefnd páskaegg

Fyrr í dag afhenti Andrea Þ Björnsdóttir, Amma Andrea, Mæðrastyrksnefnd Akraness 135 Góupáskaegg að gjöf. Munu þau verða látin fylgja með páskaúthlutun nefndarinnar, sem að öðru leyti verður í formi úttektarkorta í matvöruverslunum. Andrea safnaði fyrir páskaeggjakaupunum með sölu á varningi í Bónus og öðrum styrkjum sem hún aflar. Þær María Ólafsdóttir og Ingunn Hallgrímsdóttir…Lesa meira

true

Tók til sinna ráða og heflaði veginn sjálfur

„Nú er þolinmæði mín gagnvart Vegagerðinni þrotin, ég geri þetta bara sjálfur,“ skrifaði Gísli Guðjónsson bóndi á Lækjarbug á Mýrum í gær. Vegurinn heim að bænum og svo áfram niður að Skiphyl var ekki boðlegur lengur vegna viðhaldsleysis; hola við holu. Vopnaður dráttarvél og ámoksturstækjum tók hann til við að skafa veginn og fylla í…Lesa meira

true

Samið um hjúkrunarheimili og börn með fjölþættan vanda

Í gær var undirritað samkomulag milli Ríkissjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga; annars vegar um breytta ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og hins vegar um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Breytingarnar eru liður í að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga en eru hluti af loforði stjórnvalda um að styrkja fjárhag sveitarfélaga og taka lög þessa efnis…Lesa meira

true

Halda aðalfund SSV í næstu viku

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fer fram á Hótel Hamri í Borgarnesi miðvikudaginn 26. mars. Byrjað verður á að halda aðalfundi Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands. Á dagskrá aðalfundar SSV verður auk skýrslu stjórnar, ársreikningar, kosningar í stjórn og önnur aðalfundarstörf. Seturétt á aðalfundi SSV eiga sveitarstjórnarfulltrúar á Vesturlandi sem kosnir…Lesa meira

true

Starfsfólk Akraneskaupstaðar nýtir sér Bara tala íslenskuforritið

Akraneskaupstaður veitti í gær viðurkenningar til þeirra starfsmanna kaupstaðarins sem notfært hafa sér tungumálaforritið Bara tala í íslenskunámi í yfir 20 klukkustundir. Öllu starfsfólki sem ekki hefur íslensku að móðurmáli stendur til boða að nýta sér forritið en það býður upp á íslenskunám sem eykur orðaforða, hlustunarfærni og þjálfar aðflutta í að tala íslensku. Bara…Lesa meira

true

Áhugaljósmyndafélagið Vitinn býður nýliða velkomna

Vitinn, félag áhugaljósmyndara á Akranesi fagnar um þessar mundir 15 ára afmæli sínu. Af því tilefni hefur verið boðað til almenns fundar í félaginu þar sem nýir félagar eru sérstaklega boðnir velkomnir. Fundurinn verður í Stúkuhúsinu í Görðum fimmtudaginn 27. mars klukkan 20. Sjö manna stjórn er í félaginu. Af þessu tilefni ræddi blaðamaður við…Lesa meira

true

Blikksmiðja Guðmundar fagnar 50 ára starfsafmæli

Saga smiðjunnar rifjuð upp með tvennum feðgum Blikksmiðja Guðmundar ehf. var sett á legg 1. apríl árið 1975. Nafnið er dregið af stofnandanum Guðmundi Jens Hallgrímssyni, blikksmíðameistara fæddum á Akranesi árið 1941. Núverandi aðsetur fyrirtækisins að Akursbraut 11b var tekið í notkun árið 1992 en árið 2016 flutti hluti starfseminnar yfir í næsta hús og…Lesa meira

true

Stór áform um ferðaþjónustu í Eyja- og Miklaholtshreppi

Fyrirtækið Laxárbakki resort ehf. áformar uppbyggingu stórfelldrar ferðaþjónustu á jörðinni Laxárbakka í Eyja- og Miklaholtshreppi. Skráðir eigendur þess eru hjónin Ólafur Ólafsson og Ingibjörg Kristjánsdóttir. Um er að ræða 45 herbergja hótel með heilsumiðstöð með laugum, veitingastað, þjónustu- og starfsmannahúsi, þyrlupalli og allt að 19 frístundabyggðarhúsum. Hámarksfjöldi gesta á hótelinu verður 90 en gert er…Lesa meira

true

Ferðamenn í vandræðum á vegum

Á Hvítársíðuvegi missti ökumaður stjórn á bifreið sinni í lausamöl í vikunni sem leið, með þeim afleiðingum að bifreiðin valt. Í dagbók lögreglu kemur fram að erlendir ferðamenn, ökumaður og þrír farþegar, voru í bifreiðinni og fékk fólkið aðhlynningu sjúkraflutningamanna á vettvangi en meiðsli þeirra voru talin óveruleg. Á Snæfellsnesvegi við Borg á Mýrum valt…Lesa meira

true

Garðar Hólm sigurvegari í fimmgangi

Annað mótið í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum var í gærkvöldi í Faxaborg í Borgarnesi. Keppt var í fimmgangi. Þrjátíu keppendur voru skráðir til leiks og var mikið um glæsisýningar. Sigurvegari kvöldsins varð Garðar Hólm á gæðingshryssunni Kná frá Korpu og keppti hann fyrir lið Hestalands. Efst í einstaklingskeppninni eftir fyrstu tvö mótin eru þau Anna Dóra…Lesa meira