Fréttir

Ferðamenn í vandræðum á vegum

Á Hvítársíðuvegi missti ökumaður stjórn á bifreið sinni í lausamöl í vikunni sem leið, með þeim afleiðingum að bifreiðin valt. Í dagbók lögreglu kemur fram að erlendir ferðamenn, ökumaður og þrír farþegar, voru í bifreiðinni og fékk fólkið aðhlynningu sjúkraflutningamanna á vettvangi en meiðsli þeirra voru talin óveruleg.