Fréttir
Samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga undirritað. Ljósm. Stjórnarráðið

Samið um hjúkrunarheimili og börn með fjölþættan vanda

Í gær var undirritað samkomulag milli Ríkissjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga; annars vegar um breytta ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og hins vegar um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Breytingarnar eru liður í að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga en eru hluti af loforði stjórnvalda um að styrkja fjárhag sveitarfélaga og taka lög þessa efnis gildi um mitt þetta ár.