Fréttir
Jón Gunnar Þórðarson framkvæmdastjóri Bara tala, Harpa Hallsdóttir mannauðsstjóri Akraneskaupstaðar, Srdan Stojanovic, Liano Linares Hutado, Arleta Liona Kluziak, Jolanta Ewa Szwaba, Ewa Darowska og Elísabet Hanna frá Bara tala. Ljósm. hig

Starfsfólk Akraneskaupstaðar nýtir sér Bara tala íslenskuforritið

Akraneskaupstaður veitti í gær viðurkenningar til þeirra starfsmanna kaupstaðarins sem notfært hafa sér tungumálaforritið Bara tala í íslenskunámi í yfir 20 klukkustundir. Öllu starfsfólki sem ekki hefur íslensku að móðurmáli stendur til boða að nýta sér forritið en það býður upp á íslenskunám sem eykur orðaforða, hlustunarfærni og þjálfar aðflutta í að tala íslensku.