Fréttir

true

Gin- og klaufaveiki greindist í Slóvakíu

Gin- og klaufaveiki hefur nú greinst á þremur búum í suðurhluta Slóvakíu, í þorpunum Medvedov, Narad og Baka. „Gripið hefur verið til umfangsmikilla varúðarráðstafana til að hindra dreifingu smitsins, bæði af hálfu slóvakískra yfirvalda og Evrópusambandsins. Öll klaufdýr á viðkomandi búum verða aflífuð og um 2000 nautgripir í nágrenni búanna verða bólusett. Bólusetningin er eingöngu…Lesa meira

true

Bráðabirgðabrú víkur þegar ný verður byggð

Eins og fram kom í frétt hér á vefnum nýverið hefur Vegagerðin boðið út byggingu tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Annars vegar er um að ræða 58 metra langa brú á Djúpafjörð við Grónes og hins vegar um 130 metra langa brú á Gufufjörð. Innifalið í verkinu er rif á núverandi 119 m…Lesa meira

true

Leitað að skólastjóra næststærsta skóla landshlutans

Akraneskaupstaður hefur auglýst lausa til umsóknar stöðu skólastjóra Brekkurbæjarskóla. Leitað er að; „umbótasinnuðum og farsælum leiðtoga til að leiða metnaðarfullt skólastarf í öflugum skóla,“ segir í yfirskrift atvinnuauglýsingar sem birtist í Skessuhorni vikunnar. Umsóknarfrestur er til 30. mars nk. Arnbjörg Stefánsdóttir fráfarandi skólastjóri er Hornfirðingur að uppruna og starfaði sem skólastjóri Grunnskóla Hornafjarðar í nokkur…Lesa meira

true

Ný gönguleið um Borgarfjarðardali kynnt á aðalfundi FFB

Aðalfundur Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs, sá fjórði frá upphafi, var haldinn á Hótel Vesturlandi í gær. Þar var farið fyrir þau verkefni sem hafa verið í gangi á vegum félagins. Þar ber hæst fjölbreyttar gönguferðir sem félagið stendur fyrir í hverjum mánuði. Þá vinnur félagið að uppbyggingu gönguleiða og í sumar er vonast til að ljúka tveimur…Lesa meira

true

Júlíönuhátíð haldin í tólfta sinn í Stykkishólmi

Júlíana, hátíð sögu og bóka, stendur nú yfir í Stykkishólmi en þetta er í tólfta sinn sem hátíðin er haldin. Yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni er „Hver vegur að heiman er vegurinn heim.“ Í gærkvöldi var setningarhátíð í kirkjunni þar sem nemendur tónlistarskólans komu fram. Einnig voru afhent verðlaun fyrir ljóðasamkeppni og lesið úr verðlaunaljóðum.…Lesa meira

true

Ráðherra segir af sér embætti

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, boðaði í gær afsögn sína úr embætti. Ástæðan er sú að forsætisráðuneytinu hafði verið greint frá því að hún hafi fyrir 36 árum átt í ástarsambandi við 15 ára pilt, en sjálf var hún þá 22 ára. Þá starfaði hún við trúarsöfnuð þar sem unglingurinn var safnaðarmeðlimur. Þau eignuðust…Lesa meira

true

Hátíðisdagur í Borgarnesi þegar skóflustunga var tekin að íþróttahúsi

Sannkallaður hátíðisdagur var í Borgarnesi síðdegis í gær þegar skóflustunga að nýju fjölnota íþróttahúsi var tekin á íþróttavellinum við Skallagrímsgötu. Guðveig Lind Eyglóardóttir forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar hélt ávarp en hvatti svo gesti til að taka af skarið og hefja framkvæmdir. Fjöldi ungmenna var mætt með skóflur og lét ekki segja sér tvisvar að byrja að…Lesa meira

true

Ungdómurinn og Ice Guys

Þemavika hefur verið í Tónlistarskóla Akraness og fyrr í vikunni fór fram danskennsla, undir tónum hljómsveitarinnar Ice Guys. Danskennarinn var Tinna Björg Jónsdóttir og steig hún fram og sýndi ungviðinu dansa hljómsveitarinnar. Óhætt er að segja að mikil einbeiting hafi skinið úr andlitum þátttakenda.Lesa meira

true

Íbúaþing markar upphaf verkefnisins Brothættar byggðir í Reykhólasveit

Nú um helgina 22. og 23. mars verður íbúaþing haldið í Reykhólaskóla. Reykhólahreppur er fimmtánda og jafnframt nýjasta þátttökubyggðarlagið í byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir. Íbúaþingið markar í raun upphaf verkefnisins þar sem íbúar koma saman, ræða hagsmunamál byggðarlagsins og móta áherslur í verkefninu. Íbúaþingið hefst klukkan 11 á laugardagsmorgun og stendur til 16:00, en á sunnudaginn…Lesa meira

true

Brúnastaðir í Fljótum hljóta landbúnaðarverðlaunin 2025

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra afhenti í dag landbúnaðarverðlaunin fyrir árið 2025 til bændanna á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði; Stefaníu Hjördísar Leifsdóttir og Jóhannesar Ríkarðssonar. Verðlaunin voru afhent á Búnaðarþingi sem nú stendur yfir. „Framlag Brúnastaða til íslensks landbúnaðar er fjölþætt og áhrifamikið,“ sagði ráðherra við afhendingu verðlaunanna. „Þau Stefanía og Jóhannes hafa ekki aðeins…Lesa meira