Fréttir

true

Hæfileikar og gleði þegar Toska fríkaði út

Í gær var boðið upp á sannkallaða tónlistarveislu í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akraness, undir yfirskriftinni Toska fríkar út! Á tvennum tónleikum komu fram nemendur á öllum stigum náms; á hljóðfæri og söng. Strengjahljóðfæri, blásturshljóðfæri, slagverk, píanó, stapp og klapp. Öllu var til tjaldað. Aldursbil flytjenda var auk þess mjög breitt og kom úr öllum deildum…Lesa meira

true

Árlegt Borðeyrarmót í bridds var spilað um helgina

Á laugardaginn var árlegt mót í tvímenningi í bridds haldið í skólahúsinu á Borðeyri við Hrútafjörð. Færð og veður var með albesta móti miðað við árstíma og skartaði Hrútafjörðurinn sínu fegursta í síðvetrarblíðunni. Mót þetta hefur getið sér gott orð meðal spilara og er jafnan uppselt á það. Þátt í því eiga kvenfélagskonur á svæðinu…Lesa meira

true

Gísli Laxdal til ÍA á ný

Knattspyrnufélag ÍA hefur samið við Gísla Laxdal Unnarsson sem kemur frá Val og hefur skrifað undir þriggja ára samning sem gildir út tímabilið 2027. Gísli lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2019 í 3. deild með Skallagrími á láni frá ÍA þar sem hann lék sex leiki og skoraði tvö mörk og spilaði einnig tvo leiki…Lesa meira

true

Sigur í síðasta leik í blakinu

Blaklið UMFG spilaði sinn síðasta leik á tímabilinu á föstudaginn, en stelpurnar heimsóttu þá Álftanes II. Grundarfjörður byrjaði leikinn af krafti og leiddi alla fyrstu hrinuna þangað til hún kláraðist 21-25 og gestirnir því komnar í 0-1 stöðu. Heimastelpur í Álftanesi bitu frá sér í annarri hrinu og sigruðu hana 25-19 og jöfnuðu því metin…Lesa meira

true

Falast eftir leikskólahúsi Skýjaborgar fyrir starf eldri borgara

Félag eldri borgara í Hvalfjarðarsveit samþykkti á fundi sínum 16. mars síðastliðinn að senda erindi til sveitarstjórnar þess efnis að sveitarfélagið tryggi félaginu húsnæði leikskólans Skýjaborgar þegar leikskólinn verður fluttur í nýtt húsnæði í Melahverfi. Bygging nýs leikskóla hefur verið á framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins í nokkur ár en nú er kominn skriður á verkefnið. Á fundi…Lesa meira

true

Komu vélsleðamönnum við Langjökul til aðstoðar

Um klukkan eitt í nótt bárust Neyðarlínunni neyðarboð frá Langjökli, skammt frá Klakki. Við nánari eftirgrennslan voru þar tveir menn á ferð á vélsleðum og höfðu þeir lent í talsverðri festu. Þeir voru vel búnir og engin hætta var á ferðum en óskuðu þeir aðstoðar björgunarsveita við að losa sleða sína. Björgunarsveitir af Suðurlandi voru…Lesa meira

true

Blóðsöfnun á Akranesi á morgun

Blóðbankabíllinn verður við Stillholt 16-18 á Akranesi á morgun, þriðjudaginn 25. mars frá kl. 10:00 – 17:00. Þangað eru allir sem mega gefa blóð hvattir til að mæta.Lesa meira

true

Jóhannes er nýr bústjóri Hvanneyrarbúsins

Jóhannes Kristjánsson undirritaði í síðustu viku starfssamning um að taka við starfi bústjóra Hvanneyrarbúsins. Ragnheiður I Þórarinsdóttir rektor skólans greinir frá ráðningunni í vikulokapistli sínum. „Samkvæmt samningnum tekur Jóhannes við sem bústjóri frá 1. apríl nk. Jóhannes er með meistaragráðu í búvísindum og hefur starfað við Landbúnaðarháskólann frá árinu 2015. Hann tekur við starfinu af…Lesa meira

true

Galitó tekur í vor við veitingarekstri á Garðavöllum

Stjórn Golfklúbbsins Leynis á Akranesi hefur samið við veitingastaðinn Galito um að taka við veitingarekstri á Garðavöllum. Frá því er greint á FB síðu klúbbsins að veitingamennirnir Þórður Þrastarson og Sigurjón Ingi Úlfarsson í Galitó hafi nú tekið við og stefni á að opna í vor. „Samningsaðilar horfa til langtímasamnings og eru bjartsýnir á gott…Lesa meira

true

Þrautabrautarmót Borgfirðings verður klárlega endurtekið

Síðastliðið föstudagskvöld hélt hestamannafélagið Borgfirðingur þrautabrautarmót ásamt bjór- og mjólkurtölti í Faxaborg. Úr varð skemmtileg kvöldstund og mörg glæsileg tilþrif sáust á vellinum, bæði hjá yngri og eldri keppendum. Samdóma álit var að þetta mót yrði klárlega endurtekið að ári. „Vill mótanefndin kona sérstökum þökkum til Grillhússins sem styrkti mótið og N1 sem gaf keppendum…Lesa meira