
Í gær var boðið upp á sannkallaða tónlistarveislu í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akraness, undir yfirskriftinni Toska fríkar út! Á tvennum tónleikum komu fram nemendur á öllum stigum náms; á hljóðfæri og söng. Strengjahljóðfæri, blásturshljóðfæri, slagverk, píanó, stapp og klapp. Öllu var til tjaldað. Aldursbil flytjenda var auk þess mjög breitt og kom úr öllum deildum…Lesa meira








