Fréttir

true

Skora á bæjaryfirvöld að flýta byggingu nýrrar innisundlaugar

Á aðalfundi í Sundfélagi Akraness, sem haldinn var síðastliðinn mánudag, var samþykkt ályktun vegna nýrrar innisundlaugar. Í henni skorar félagið á bæjarstjórn Akraneskaupstaðar að setja hönnun og framkvæmdir við nýja innisundlaug strax í skýran forgang í áætlunum sveitarfélagsins og að staðið verði við loforð um tímasetningar sem gefin hafa verið. Fram kemur að ný sundlaug…Lesa meira

true

Blóðsöfnun í dag á Akranesi

Blóðbankabíllinn verður við Stillholt 16-18 á Akranesi í dag, þriðjudaginn 25. mars frá kl. 10:00 – 17:00. Þangað eru allir sem mega gefa blóð hvattir til að mæta.Lesa meira

true

Blakhelgi í Grundarfirði

Borja González Vicente afreksstjóri Blaksambands Íslands kom til Grundarfjarðar helgina 22.-23. mars og var með æfingar fyrir unga blakspilara í bæjarfélaginu. Borja hefur verið á ferð um landið til að kenna blak og kynna íþróttina. Frábær mæting var um helgina en boðið var upp á þrjár æfingar fyrir yngri hópinn og þrjár æfingar fyrir þann…Lesa meira

true

Systkini á sigurbraut í frjálsum

Systkinin Ari Freyr og Eyja Rún Gautabörn keppa undir merkjum UMSB en þau eru frá Efri-Hrepp í Skorradal en búa í Svíþjóð. Þau eru að gera það gott í frjálsum íþróttum um þessar mundir. Ari Freyr var um helgina að setja Íslandsmet í 3000 metra hlaupi í flokki 13 ára og bætti fyrra met um…Lesa meira

true

Nemendur Lýsudeildar GSNB hlutu verðlaun fyrir jöklaverkefni

Nemendur í miðdeild Lýsudeildar Grunnskóla Snæfellsbæjar hlutu nýverið verðlaun fyrir jöklaverkefni. Sameinuðu þjóðirnar hafa valið 21. mars ár hvert sem alþjóðadag jökla og helguðu árið 2025 jöklum á hverfanda hveli. Markmiðið er að auka áhuga fólks og þekkingu á jöklum og aðgerðum til að sporna við bráðnun þeirra sem hefur verið alvarleg á síðustu áratugum.…Lesa meira

true

Kári og Víkingur með nauma sigra í Lengjubikarnum

Lokaumferðin í Lengjubikarnum í B deild karla í knattspyrnu fór fram um helgina. Í riðli 3 tók Kári á móti liði Sindra og var viðureignin í Akraneshöllinni. Fyrir leik höfðu Káramenn tryggt sér sæti í undanúrslitum á meðan Sindri var með þrjú stig eftir fjóra leiki. Gestirnir komust yfir á 9. mínútu með marki frá…Lesa meira

true

Afþakka Holtavörðulínu 1 um sínar jarðir

Síðastliðinn fimmtudag var haldinn félagsfundur í Hagsmunafélagi landeigenda í Borgarfirði. Félagið var stofnað fyrr í vetur en í því eru eigendur jarða á fyrirhugaðri lagnaleið aðalvalkostar Landsnets á Holtavörðuheiðarlínu 1, allt frá Skarðsheiði og að Þverárhlíð. Á fundinum á fimmtudag var eftirfarandi ályktun einróma samþykkt: „Hagsmunasamtök landeigenda vegna Holtavörðuheiðarlínu 1 afþakka Holtavörðulínu 1 um lönd…Lesa meira

true

Gat uppgötvaðist á sjókví í Patreksfirði með þriggja kílóa laxi

Matvælastofnun barst tilkynning frá Arnarlaxi síðastliðinn fimmtudag um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við Vatneyri í Patreksfirði. Gatið uppgötvaðist við reglubundið neðansjávareftirlit og var viðgerð lokið samdægurs. Samkvæmt upplýsingum Arnarlax var gatið um 50 x 25 cm rifa á 20 metra dýpi. Í þessari tilteknu kví voru 117.133 laxar með meðalþyngd u.þ.b. 3 kg.…Lesa meira

true

Skagakonur unnu fimmta leikinn í röð í Lengjubikarnum

HK og ÍA mættust í B deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var spilað í Kórnum í Kópavogi. Fyrri hálfleikur var frekar dapur af hálfu gestanna, þær áttu þó nokkrar tilraunir sem ekkert kom út úr en heimakonur í HK voru aðgangsharðari. Þær fengu mörg færi en markvörður ÍA, Klil Keshwar, var betri…Lesa meira

true

Opnun Saunahofsins og Saunagusa í Helgafellssveit

Ný starfsemi hefur göngu sína í dag í Helgafellssveit á Snæfellsnesi, um tíu kílómetra frá Stykkishólmi. Það er Saunahofið í landi Saura sem nánar staðsett er við Krosslæk, sem rennur í gegnum landareignina og þjónar lækurinn jafnframt lykilhlutverki í Saunagusunum. „Við höfum verið að taka á móti hópum í prufukeyrslu en frá og með deginum…Lesa meira