Fréttir
Að félaginu standa landeigendur í Borgarfirði allt frá Skarðsheiði og að Þverárhlíð. Myndin er tekin í suðurátt af Grjóthálsi á þeim stað sem núverandi byggðalína liggur. Ljósm. mm

Afþakka Holtavörðulínu 1 um sínar jarðir

Síðastliðinn fimmtudag var haldinn félagsfundur í Hagsmunafélagi landeigenda í Borgarfirði. Félagið var stofnað fyrr í vetur en í því eru eigendur jarða á fyrirhugaðri lagnaleið aðalvalkostar Landsnets á Holtavörðuheiðarlínu 1, allt frá Skarðsheiði og að Þverárhlíð.