Fréttir

true

Stefna á að brjóta þúsund trönur á bókasafninu

Á Bókasafni Akraness verður þrjá næstu fimmtudaga í gangi gefandi verkefni þar sem stefnt er að brjóta þúsund Origami trönur (pappírsfugla). Trönurnar verða síðan hengdar upp á bókasafninu. Verkefnið er til að minna á frið í heiminum, en tranan er orðin friðartákn víða um heim. Trönur verða brotnar á bókasafninu á morgun, fimmtudag, milli klukkan…Lesa meira

true

Síðustu námskeiðin í „Leiðir til byggðafestu“

Leiðir til byggðafestu er verkefni sem snýr að eflingu nýsköpunar á sauðfjárræktarsvæðum á Íslandi. Íbúum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra býðst að sækja ýmis námskeið á vegum þess. Það eru Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV), Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) sem standa sameiginlega að verkefninu. Það er unnið með…Lesa meira

true

Frumsýna Með allt á hreinu í kvöld

Leikfélagið Kopar í Menntaskóla Borgarfjarðar frumsýnir í kvöld leikritið Með allt á hreinu í leikstjórn Rebekku Magnúsdóttur. Sýnt er í hátíðarsal MB. Leikritið er úr samnefndri kvikmynd Ágústs Guðmundssonar frá árinu 1982 en kvikmyndin fjallar um tvær hljómsveitir; Stuðmenn og Gærurnar, ástir og afbrýði meðlima þeirra og spaugilegar uppákomur í ferðalagi þeirra um Ísland. Frumsýning…Lesa meira

true

Í undirbúningi er að hefja dýralæknanám á Hvanneyri

Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskóli Íslands, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði og Háskólinn á Hólum undirbúa nú nám í dýralækningum hér á landi. Verður það gert í samstarfi við Lífvísindaháskólann í Varsjá í Póllandi. Fyrirhugað er að fyrstu tvö ár námsins verði kennd á Íslandi, en síðan fari nemendur til SGGW í Póllandi og ljúki þar fullgildu…Lesa meira

true

Veiðigjald mun taka mið af verði á fiskmörkuðum

Í Samráðsgátt stjórnvalda er komið frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingu á lögum um veiðigjald. Frumvarpið var unnið í samvinnu tveggja ráðuneyta, en auk Hönnu Katrínar kynnti Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra frumvarpið fyrr i dag. Fram kom að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á réttlát auðlindagjöld sem renna skuli að hluta til nærsamfélagsins.…Lesa meira

true

Smábörn verða bólusett fyrir RS veiru

Heilbrigðisráðherra hefur heimilað sóttvarnalækni að ganga til kaupa á mótefni við RS-veiru (Beyfortus) til tveggja ára. Bólusetning með efninu verður boðin fyrir 4.500 ungbörn næsta vetur og einnig 2026-2027. RS-veiran er algeng öndunarfæraveira sem gengur í stórum faröldrum yfir vetrartímann og leggst einkum þungt á börn á fyrsta aldursári. Hingað til hafa aðeins fyrirburar og…Lesa meira

true

Fantasíufiskar í Grundaskóla

Í haust byrjaði 7. bekkur í Grundaskóla á Akranesi að læra um fiska og aðrar sjávarlífverur. Í verkefnavinnunni var lögð rík áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og leitarvinnu þar sem krakkarnir þurftu meðal annars að leita sér upplýsinga um fiska með skrýtna lögun, bera saman tvo fiska frá ólíkum búsvæðum og segja frá sínum uppáhalds fiski.…Lesa meira

true

Eldur kom upp í íbúð við Ennisbraut

Slökkvilið Snæfellsbæjar var kallað út á ellefta tímanum í morgun vegna elds sem hafði kviknað í svefnherbergi í húsi við Ennisbraut í Ólafsvík. Að sögn Matthíasar Páls Gunnarssonar slökkviliðstjóra gekk greiðlega að slökkva eldinn og reykræsta íbúðina. „Þetta fór vel að lokum,“ sagði Matthías í samtali við Skessuhorn. Að hans sögn urðu einhverjar skemmdir á…Lesa meira

true

Rafvirkjanemendur FVA fóru í heimsókn til Rarik

Föstudaginn 21. mars heimsóttu rafvirkjanemar í Fjölbrautaskóla Vesturlands af 6. önn Rarik í Borgarnesi þar sem þeir fengu að kynnast búnaði í dreifikerfum landsmanna undir styrkri leiðsögn starfsmanna Rarik á Vesturlandi. Vel var tekið á móti nemendunum og gáfu starfsmenn þeim óskertan tíma þar sem fróðleiksfúsir nemendur nýttu tímann vel. Eftir um þriggja tíma fræðslu,…Lesa meira

true

Frjáls félagasamtök umhverfismála hljóta styrki

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur úthlutað rúmlega 54 milljónum króna í rekstrarstyrki til 25 frjálsra félagasamtaka sem starfa á málefnasviði ráðuneytisins á grundvelli umsókna og er það tæplega 4% heildarhækkun frá úthlutun síðasta árs. Hækkun almennra styrkja til félagssamtaka, án tillits til starfa þeirra í starfshópum, nemur 6,7%. Markmið styrkjanna er að stuðla að opnum…Lesa meira