
Síðustu námskeiðin í „Leiðir til byggðafestu“
Leiðir til byggðafestu er verkefni sem snýr að eflingu nýsköpunar á sauðfjárræktarsvæðum á Íslandi. Íbúum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra býðst að sækja ýmis námskeið á vegum þess. Það eru Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV), Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) sem standa sameiginlega að verkefninu. Það er unnið með styrk frá innviðaráðuneytinu til að efla byggð á því landsvæði sem mest á undir sauðfjárrækt. Með verkefninu er hvatt til nýsköpunar og verðmætasköpunar. Áherslan er fyrst og fremst á lögbýli á strjálbýlum svæðum og er litið til Dalabyggðar, Reykhólahrepps, Strandabyggðar, Kaldrananeshrepps, Árneshrepps og Húnaþings vestra. Umsjón með verkefninu hefur Hlédís Sveinsdóttir (hlediss@gmail.com)