
Heiða Viðarsdóttir kennari sá um að flaka fiskinn.
Fantasíufiskar í Grundaskóla
Í haust byrjaði 7. bekkur í Grundaskóla á Akranesi að læra um fiska og aðrar sjávarlífverur. Í verkefnavinnunni var lögð rík áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og leitarvinnu þar sem krakkarnir þurftu meðal annars að leita sér upplýsinga um fiska með skrýtna lögun, bera saman tvo fiska frá ólíkum búsvæðum og segja frá sínum uppáhalds fiski.